top of page

Heimspeki SGI

Hægt er að draga saman kjarnann í heimspeki SGI í hugtakinu „mannúðarbylting.“
Þetta er sú hugmynd að sjálfsprottin löngun einstaklings til jákvæðra innri breytinga í lífi sínu muni hafa áhrif á hið stóra net lífsins og muni að lokum leiða til endurnýjunar mannlegs samfélags.

Samtök SGI eiga rætur sínar að rekja til heimspeki Nichiren Daishonin sem leggur áherslu á lífið sjálft. Nichiren var búddamunkur uppi á þrettándu öld í Japan.

 

Nichiren var fullkomlega sannfærður um að búddisminn gerði fólki kleift að takast á við raunveruleg vandamál í dagsins önn, efla lífskraft sinn og breyta lífi sínu til hins betra. Búddismi Nichiren leggur áherslu á djúpstæð tengsl milli okkar eigin hamingju og hamingju annarra. Dýpsta lífsfylling og ánægja fyrir okkar sjálf fæst með því að vinna að hamingju annarra.

 

Kenningar Nichiren staðhæfa að hver einstaklingur, burtséð frá kynþætti, kyni, hæfileikum eða félagslegri stöðu, búi yfir krafti til að yfirstíga óumflýjanleg viðfangsefni lífsins, þróa með sér innihaldsríkt skapandi líf og þannig hafa jákvæð áhrif á sitt nánasta umhverfi, þjóðfélagið og umheiminn.

 

Heimspeki Nichiren má rekja til kenninga Shakyamuni, sögulegs upphafsmanns búddismans sem var uppi á Indlandi fyrir um það bil 2.500 árum.

 

Nichiren uppgötvaði að Lótus kenningin (sútran) inniheldur kjarnann í kenningum búddismans og sannleikann sem Shakyamuni uppljómaðist um. Þessi sútra útskýrir að grundvallarlögmálið, svokallað búddaeðli, búi í öllu lífi. Hún staðfestir að allt fólk er fært um að öðlast djúpstæðan skilning á raunveruleika lífsins.

 

 

 

bottom of page