Gohonzon
Trúartákn Nichiren búddisma, sem kallast Gohonzon, er í formi pappírsarkar sem árituð er með kínverskum og sanskrít táknum. Meðlimir SGI taka á móti sínum eigin Gohonzon sem þeir svo skrínleggja á heimilum sínum og einbeita sér að þegar þeir kyrja.
Merking Gohonzon felst ekki í bókstaflegri þýðingu táknanna, heldur í þeirri staðreynd að hann er skapaður af Nichiren sem hlutstæð mynd hins eilífa og eðlislæga lögmáls Nam-mjóhó-renge-kjó í formi táknmyndar (mandala). Orðasambandið „Nam-mjóhó-renge-kjó Nichiren“ er ritað í feitletri niður miðja örkina.
Nichiren áritaði Gohonzon í þágu hamingju alls mannkyns þann 12. október 1279, en í því tilfelli voru táknin skorin í við. Eini tilgangur hans með því var að hjálpa öllu fólki, án tillits til kynvitundar, kynþáttar eða stöðu, til að upplifa sama uppljómaða ástand og hann hafði öðlast.
Gohonzon er hlutstæð mynd af búddaástandinu sem býr innra með okkur öllum. Fyrir flest okkar er það hins vegar óinnleystur möguleiki; það er hulið og þarf að „virkja“. Með daglegri ástundun fyrir framan Gohonzon getum við birt þetta hulda búddaeðli. Gohonzon er í ákveðnum skilningi eins og andlegt æfingatæki – með því að nota nota hann þróum við líf okkar; að eiga hann er ekki nóg.
Nichiren veitir okkur þessa hvatningu: „Þegar þú kyrjar mjóhó og ferð með renge verður þú að öðlast djúpa sannfæringu um að Mjóhó-renge-kjó sé í raun þitt eigið líf“ (The Writings of Nichiren Daishonin, bls 3). Nichiren kennir okkur, með öðrum orðum, að líf okkar sé dýrmætasti fjársjóðurinn.
Okkar innra lífsástand breytist í sífellu þar sem við komumst í snertingu við mismunandi ytri hvata: fólk, veðrið, tónlist, litinn á veggjunum ... allt hefur þetta einhvers konar áhrif á okkur. Málverk getur gert þann sem skoðar það frá sér numinn, rólegan eða fyllt hann ógeðstilfinningu, og sendibréf getur valdið gleði eða áfalli og ótta. Gohonzon er hvati sem hjálpar okkur að draga fram þetta uppljómaða ástand lífsins, skynja búddaeðlið sem hið sanna eðli lífs okkar, og lifa í samlyndi með umhverfi okkar.
Til þess að túlka skilaboð sín byggði Nichiren leturmyndina á Gohonzon bæði á atriði úr Lótus Sútrunni og á kenningunni um gagnkvæmt samband Tíu Heimanna, sem tjáir það að heimur búddaeðlisins búi í hverju augnabliki eða lífsástandi einstaklingsins sem möguleiki. Með öðrum orðum liggur heimur búddaeðlisins ekki utan við daglega tilveru – hann er eðlislægur lífi okkar.
Stóru táknin „Nam-mjóhó-renge-kjó“ niður miðjan Gohonzon lýsa þessum skilningi. Í smærra letri til vinstri og hægri við „Nam-mjóhó-renge-kjó“ eru ýmsar fígúrur sem standa fyrir Tíu Heimana í lífi búdda. Nichiren gaf með þessu myndrænt til kynna að allir tíu heimarnir séu lýstir upp af Nam-mjóhó-renge-kjó, eða hinu leynda lögmáli, og búi allir innra heimi búddaeðlisins og öfugt.
Einfaldlega sagt eru allar verur búdda. Þetta snýst bara um að vakna til vitundar um þetta og lifa á þann hátt að þessi sannleikur birtist í lífum okkar. Í Nichiren búddisma er það að kyrja fyrir framan Gohonzon og taka af skarið í þágu annarra leiðin til að ná þessu.