top of page

Forseti SGI

Daisaku Ikeda var 32 ára þegar hann varð forseti Soka Gakkai árið 1960 og var eftirmaður Josei Toda (sjá Saga SGI). Undir hans leiðsögn héldu samtökin áfram að vaxa og urðu að alþjóðasamtökum.

 

Alþjóðasamtök Soka Gakkai voru stofnuð 1975 vegna ört vaxandi fjölda meðlima um allan heim. Í dag eru samtökin alþjóðleg hreyfing sem starfar í 192 löndum og svæðum. Meðlimir samtakanna deila með sér framtíðarsýn um betri heim. Heimspeki búddisma SGI er undirstaða hreyfingarinnar, sem leggur áherslu á frið, menningu og menntun.

 

Daisaku Ikeda, forseti SGI, hefur sem virkur búddisti og heimspekingur tekið þátt í samræðum um ýmis málefni við fólk í fremstu röðum allstaðar að úr heiminum, meðal annars um frið, mannréttindi, hlutverk trúarbragða í þjóðfélaginu, stjarnfræði og mikilvægi menningar.

 

Samræður þessar og önnur verk hans hafa verið gefin út á 24 tungumálum.

Til að minnast stofnunar SGI leggur Ikeda fram þann 26. janúar ár hvert, tillögur til Sameinuðu þjóðanna þar sem hann bendir á aðferðir til að stuðla að friði.

Dr. Daisaku Ikeda, forseti SGI

bottom of page